Smyril Line kannar møguleikarnar at sigla á Reyðafjørð ella Eskifjørð, tað skrivar íslendska blaðið Vísir.
Mögulegt að Norræna hætti að sigla frá Seyðisfirði
Á næstu dögum, eða vikum, mun Steinþór Pétursson, framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna, Sævar Guðjónsson starfandi formaður hafnarstjórnar og Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðarbyggðar, fara í viðræður við forsvarsmenn Smyril-Line þar sem farið verður yfir erindið sem barst hafnarstjórninni fyrir nokkrum dögum.
???Við vitum ekki hvað felst í þessari beiðni,??? segir Valdimar Hermannsson, formaður stjórnar sambands sveitarfélaga á Austurlandi.
Hann segir að erindi Smyril-Line hafi komið töluvert á óvart. ???Við erum nýbúin að halda aðalfund þar sem það var ályktað til stuðnings Seyðisfirði, og að þar verði áfram ferjuhöfn og stutt við samgöngumál á svæðinu," segir hann. ???Svo barst þetta erindi fyrir nokkrum dögum síðan, og kom okkur töluvert á óvart," segir hann.
En er það eitthvað sem forsvarsmenn Fjarðabyggðar væru tilbúnir að gera, að taka á móti Norrænu????Vissulega viljum við styðja við okkar nágranna, en ef þeir [Smyril-Line, innsk.blm] eru búnir að taka ákvörðun um að fara frá Seyðisfirði, þá verðum við að setjast niður með þeim og ræða málið. ??að var einungis samþykkt að fara í þessar viðræður til að vita hvað felst í þeim,??? segir hann.
??að yrðu þá helst tvær hafnir í Fjarðabyggð sem kæmu til greina, annarsvegar á Reyðarfirði og hinsvegar á Eskifirði.
Forsætisráðherra og bæjarstjóri á fundi
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ,forsætisráðherra og fyrsti þingmaður kjördæmisins, fundaði í morgun með Vilhjálmi Jónssyni, bæjarstjóra Seyðisfjarðar, og samkvæmt heimildum fréttastofu snérist fundurinn meðal annars um erindið frá Smyriline.
Vilhjálmur vildi ekki staðfesta það í samtali við fréttastofu. ???Hann er að flytja erindi hér á ráðstefnu hér á Austurlandi, þetta var meira bara spjall,??? segir hann.
Vilhjálmur segir að mikilvægt sé að það komi fram að ekki sé vitað hvað felst í þessu erindi Smyril-Line.
???Við vitum ekki hvaða mál þeir vilja ræða við Fjarðabyggð. ??g reikna með að þessi mynd skýrist eitthvað á næstu vikum, þetta kom bara upp í morgun þegar ég talaði við félaga mína í Fjarðabyggð. Svona er málið, og það er ekki alveg skýrt hvað þeir vilja ræða. Ef það er óskað eftir fundi þá er sjálfsagt að verða við því," segir hann.
En ef sú er raunin, að Smyril-Line vilji sigla til Fjarðabyggðar en ekki til Seyðisfjarðar eins og nú er, segir Vilhjálmur að ljóst sé að það myndi hafa mikil áhrif á atvinnulífið í bænum ???enda hefur Norræna verið þungamiðjan í því,??? segir hann.