Í Bolungarvík í Íslandi, halda teir gamla siðin at byggja hús, tað er húsasmiðurin Guðmundur ??li Kristinsson, húsasmiður og menn hansar, sum nú eru í holt við at smiða eina kirkju til Føroyar.
Talan er um ein sáttmála, sum Poul Hansen hevur gjørt við íslendingarnar, um fyrst at smíða kirkjuna og síðan hini húsini í víkingagarðinum, sum Poul Hansen letur byggja undir Egilsfjalli í Kvívík - ella kanska rættari í Ognarhaganum í Kvívík.
Vit loyva okkum at seta greinina úr BB.is niðanfyri.
Í Bolungarvík er haldið við gömlu verklagi við húsasmíðar en Guðmundur ??Ii Kristinsson húsasmíðameistari og hans menn hjá G??K húsasmíði hafa síðustu vikur og mánuði unnið að smíði stafkirkju fyrir færeyskan auðmann. Fullsmíðuð verður kirkjan tekin niður, sett í gáma og send til Færeyja þar sem Bolvíkingarnir setja hana upp aftur. ???Kirkjan er fyrri áfangi verksins, við munum einnig smíða víkingaskála en það bíður næsta veturs,??? segir Guðmundur ??li.
Aðspurður hvernig það hafi komið til að færeysk kirkjusmíði endaði í Bolungarvík segir hann að verkkaupinn, Poul nokkur Hansen, hafi verið í sambandi við Gunnar Bjarnason, þann goðsagnakennda smið og sérfræðing í gömlu handverki. ?????g hafði unnið með Gunnari og lærði þetta stafverk af honum. Við unnum meðal annars saman í Vigur, á Stöng og í Brattahlíð á Grænlandi. Samræður Gunnars og Poul um kirkjuna voru komnar af stað þegar Gunnar veikist og eftir eitt ár er hann allur. ??á fer Poul að snuðra um aðra menn sem gætu gert þetta og hann þekkir Samúel frænda minn [??rn Erlingsson fréttamann] og spyr hvort hann vissi um menn sem hefðu unnið með Gunnari og Samúel hélt það nú og benti á mig, móðurbróður sinn,??? segir Guðmundur ??li.
Allt handverkið er með gamla laginu þó svo að nútímaverkfæri séu að sjálfsögðu notuð. Kirkjan verður sett upp í Kvívík á Straumey og sömuleiðis skálinn, sem Guðmundur ??li segir að verði talsvert stærri en kirkjan. Húsin eru hugsuð sem aðdráttarafl fyrir ferðamenn og auk þess á að vígja kirkjuna og Guðmundur ??li segir að þjóðkirkjan í Færeyjum fylgist náið með framvindu verksins.
Húsasmíðameistarinn segir mikils virði fyrir sig að geta stuðlað að því að kunnátta um þetta gamla handverk falli ekki í gleymsku. ?????g lærði stafverkið hjá Gunnari og nú er ég að miðla þeirri þekkingu til minna manna sem eru á besta á aldri, það er mikils virði að geta haldið við þekkingunni,??? segir Guðmundur ??li.
Í stafverki eru ófá handtök með sporjárnum og öðrum bitverkfærum.
[email protected]
Vinarliga broyt tínar kennifíla - og privatlívsstillingar fyri at síggja hetta innihald