JN

Auður nærkast Íslandi

...

2014-05-28 13:58 Author image
Jóanis Nielsen
placeholder

 Vit skrivaðu í gjár, at Auður kanska kom til Íslands í gjárkvøldið ella í nátt, men teir eru ikki komnir til Høfn enn.

MBL.is skrivar í morgun:

Auður fær­ist nær Íslandi

Auður

Auður Ljós­mynd Pálmi Eg­ils­son

??thafsróðrar­bát­ur­inn Auður nálg­ast nú land en þess­ar mynd­ir voru tekn­ar um fjög­ur­leytið í nótt um borð í Lundey NS sem er á leið með full­fermi af kol­muna til lönd­un­ar á Vopnafirði.

 Róðrarkapp­arn­ir á  Auði lögðu af stað úr vör frá Eiði í Fær­eyj­um á sunnu­dags­morg­un. Áætlað er að loka­sprett­ur­inn heim til Íslands taki um viku ef allt geng­ur upp.  

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Pálma Eg­ils­syni skipsverja á Lundey var skipið við veiðar suðvest­ar af Fær­eyj­um. Hann seg­ir að Auður hafi verið ný­kom­inn í ís­lenska land­helgi við miðlínu á milli Fær­eyja og Íslands og eiga eft­ir um 130 mílna róður til Horna­fjarðar ef allt geng­ur að ósk­um.

Hann seg­ir að róðrarkapp­arn­ir hafi látið vel af sér en Lundey er fyrsta skipið sem þeir hafa séð á leið sinni frá Fær­eyj­um.

??ann 17. maí í fyrra reri áhöfn­in á Auði af stað frá Kristianssand í Nor­egi til Orkn­eyja og Fær­eyja en vegna mjög óhag­stæðra veður­skil­yrða síðasta sum­ar þurfti að hafa vet­ur­setu í Fær­eyj­um.

Sjó­leiðin milli Fær­eyja og Íslands er ríf­lega 240 sjó­míl­ur. Áætlaður lend­ing­arstaður gæti breyst eft­ir straum­um og vind­um, en stefn­an er að koma til hafn­ar á Höfn í Hornafirði eða Djúpa­vogi, að því er seg­ir í frétta­til­kynn­ingu.

Róður­inn er óstudd­ur og án fylgd­ar­báta. Sögu­leg­um heim­ild­um ber sam­an um að þetta er í fyrsta skipti í Íslands­sög­unni sem báti er róið alla leiðina frá meg­in­landi Evr­ópu til Íslands án þess að not­ast við segl eða mótor. Í fyrra setti áhöfn­in á Auði tvö út­hafsróðramet þegar hún varð fyrst til að róa frá Nor­egi til Orkn­eyja og frá Orkn­eyj­um til Fær­eyja.   

 Auður verður mögu­lega ekki eini litli bát­ur­inn á sjó­leiðinni milli Fær­eyja og Íslands en banda­ríski æv­in­týramaður­inn Chris Duff hyggst einnig halda leiðangri sín­um frá Fær­eyj­um áfram nú um helg­ina. Chris hóf leiðang­ur sinn í Skotlandi árið 2011. Hann er einn á ferð á ferð og not­ast við árar, en auk þess segl og flugdreka og er því ekki í keppni við áhöfn­ina á Auði um að verða fyrst­ur til að róa til Íslands.

Áhöfn­ina síðasta legg­inn til Íslands skipa Kjart­an Jakob Hauks­son skip­stjóri, Svan­ur Wilcox, Hálf­dán Freyr ??rn­ólfs­son og Ingvar Ágúst ??óris­son.

 Auður á leið heim til Íslands

??thafsróðrabáturinn Auður

??thafsróðrabát­ur­inn Auður

Vinarliga broyt tínar kennifíla - og privatlívsstillingar fyri at síggja hetta innihald

placeholder