Vinna

Ísland: Fjórlembt hjá frístundabóndanum Guðmundi

...

2016-05-12 18:40 Author image
Jóanis Nielsen
placeholder

Skessuhorn.is skrivar - Vit loyva okkum at brúka íslendska tekstin:

Sauðburður stendur nú víða yfir í fjárhúsum landsins, er hann af mörgum talinn skemmtilegasti tími ársins og hinn sanni vorboði, þótt veðrið láti misjafnlega. Ljósmyndari Skessuhorns kíkti við í húsunum hjá Guðmundi ??lafssyni tómstundabónda í ??lafsvík í vikunni sem leið. Guðmundur er með 33 ær á húsi sem hafa heldur betur verið frjósamar í ár. ??egar eingungis þrjár voru óbornar höfðu flestar átt tvö lömb, fimm verið þrílembdar og ein fjórlembd. Flest féð hjá Guðmundi er mislitt. Aðspurður hvers vegna, finnst Guðmundi það einfaldlega vera skemmtilegra, enda sé þetta ekki lengur eins og var þegar mislita féð gaf minna kjöt. Guðmundur er með hrúta frá Mávahlíð, annan hvítan en hinn mislitan. Kom það honum skemmtilega á óvart að báðir gáfu mislit lömb og sá hvíti ekki síður en sá misliti. Guðmundur hefur verið með kindur á þessum stað síðan 2010 en þar áður var hann með 2 til 3 kindur í húsi hjá öðrum. Sjálfur er Guðmundur uppalinn í sveit, frá Hundastapa á Mýrum og þekkir því vel til bústarfanna.

Vinarliga broyt tínar kennifíla - og privatlívsstillingar fyri at síggja hetta innihald

placeholder