Mentan

Fáninn af Goðanesi kominn heim

...

2014-05-16 23:36 Author image
Jóanis Nielsen
placeholder

 SVN.is skrivar:

Birgir Sigurðsson veitir fánanum af Goðanesi móttöku. Ljósm. Smári Geirsson
Birgir Sigurðsson veitir fánanum af Goðanesi móttöku. Ljósm. Smári Geirsson
Sl. þriðjudag, hinn 13. maí, kom sextíu manna hópur Færeyinga til Neskaupstaðar. Í hópnum voru margir gamlir togarasjómenn sem verið höfðu á íslenskum togurum á sínum tíma. Færeyingarnir komu með Norrænu til Íslands en til slíkra hópferða hefur verið efnt árlega sl. fimm ár. Sá sem hefur skipulagt ferðirnar að undanförnu er Mortan Johannessen, en hann er í hópi þeirra Færeyinga sem réðust á íslenska togara á sjötta áratug síðustu aldar og hann á enn góða vini á Íslandi sem voru með honum til sjós á þeim tíma.

Færeyingarnir komu að þessu sinni til Neskaupstaðar færandi hendi. Meðferðis höfðu þeir íslenska fánann af togaranum Goðanesi frá Neskaupstað sem strandaði við Færeyjar 2. janúar 1957 og krók af krókstjaka sem rak á land eftir strandið. Fánann fundu menn á sjófuglaveiðum á Skálafirði skammt frá strandstaðnum tveimur mánuðum eftir slysið. Fáninn og krókurinn voru afhentir Minjasafninu í Neskaupstað við hátíðlega athöfn í safnahúsinu þar sem nokkrir gamlir norðfirskir togarajaxlar voru viðstaddir.Birgir Sigurðsson fyrrverandi skipstjóri veitti þessum merku gripum móttöku en Birgir er bróðir Péturs Hafsteins Sigurðssonar  sem var skipstjóri á Goðanesinu þegar það strandaði en Pétur var sá eini sem fórst með skipinu.

Goðanes, sem var í eigu Bæjarútgerðar Neskaupstaðar, strandaði á blindskerjum sem nefnast Flesjar en þau eru í mynni Skálafjarðar. Erindi skipsins til Færeyja var að sækja þangað færeyska sjómenn sem ráðnir höfðu verið á það. ??ungur sjór var þegar togarann tók niðri og braut stöðugt á honum. Fljótlega komu færeyskir bátar á vettvang og hófust björgunaraðgerðir þá þegar. Eftir að hafa komið björgunarlínu um borð í hið strandaða skip gekk björgun greiðlega um tíma. En þegar átjándi skipverjinn var á leið frá skipinu í björgunarstól brotnaði það í tvennt og tók þá afturhlutinn að síga hratt í djúpið en mennirnir sex sem eftir voru um borð höfðust við á honum. Fljótlega hvarf afturhluti skipsins undir yfirborð sjávar en færeyskum bátum tókst að bjarga öllum þeim sem þar höfðu verið nema Pétri Hafsteini Sigurðssyni skipstjóra.

??egar gripirnir voru afhentir í Safnahúsinu lýstu Færeyingar í hópnum strandi Goðaness sem ógleymanlegum atburði. Unnt var að fylgjast með björgunaraðgerðum úr landi og höfðu allir miklar áhyggjur af því hvernig mönnunum á Goðanesinu myndi reiða af. Andrúmsloftið var spennuþrungið og  íbúunum í nágrenni strandstaðarins varð ekki svefnsamt kvöldið 2. janúar og aðfaranótt 3. janúar 1957. Hugur þeirra var hjá mönnunum um borð í hinu strandaða skipi.

Norðfirðingum þykir ákaflega vænt um að fá til varðveislu umrædda gripi af Goðanesinu en vitað er um fleiri gripi úr flakinu sem varðveittir eru í Færeyjum.

Vinarliga broyt tínar kennifíla - og privatlívsstillingar fyri at síggja hetta innihald

placeholder