JN

Føroyavinurin Smári Geirsson hevur fingið íslendska riddarakrossin

...

2014-01-02 19:25 Author image
placeholder

 Føroyavinurin Smári Geirsson hevur fingið íslendska riddarakrossin, tað skrivar agl.is. Handanin fór fram á Bessastøðum nýggjársdag.

Smári hevur skrivað ein hóp um íslendska søgu á Eysturlandinum - m.a. kann nevnast m.a. Norðfjarðar søgu og Saga útgerðar- og fiskvinnslu á Norðfirði. Í løtuni arbeiðir hann við at skriva um hvalaveiðu í Íslandi. Hjartaliga tillukku Smári.

Vit loyva okkum at seta greinina úr agl.is niðanfyri.

Smári Geirsson sæmdur fálkaorðunni

smari geirsson mai12 landscape

Smári Geirsson, framhaldsskólakennari í Neskaupstað, hlaut í dag riddarakross hinnar íslensku fálkaorðum. Ellefu voru sæmdir orðunni af forseta Íslands við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Orðuna hlýtur Smári fyrir framlag sitt til sögu og framfara á Austurlandi.

Smári er fæddur í Neskaupstað 17. janúar árið 1951. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni og síðan háskólagráum í stjórnsýslufræðum, þjóðfélagsfræði og uppeldis- og kennslufræði.

Hann hefur gegnt kennslustörfum í bæði grunn- og framhaldsskóla í Neskaupstað nær óslitið síðan hann lauk háskólaprófi árið 1975. Hann var meðal annars skólameistari við framhaldsskólann og síðar Verkmenntaskólann frá 1983-87.

Smári hefur sinnt fjölda félagsstarfa en þekktastur er hann fyrir störf sín að sveitarstjórnarmálum. Hann sat í bæjarstjórn Neskaupstaðar og síðar Fjarðabyggðar frá 1982-2010 og var bæði forseti bæjarstjórnar og formaður bæjarráðs.

Smári var áberandi í baráttunni fyrir uppbyggingu álvers í Reyðarfirði í störfum sínum fyrir Samband sveitarfélaga á Austurlandi en hann var formaður sambandsins 1998-2003.

Smári hefur skrifað fjölda rita um austfirsk málefni, svo sem iðnsögu fjórðungsins, sögu Norðfjarðar og fyrirtækja á staðnum og sögu Sambands sveitarfélaga á Austurlandi. Hann hefur síðustu ár unnið að sagnfræðiriti um hvalveiðar.

Vinarliga broyt tínar kennifíla - og privatlívsstillingar fyri at síggja hetta innihald

placeholder