2014-04-24 01:51
Fagraberg landaði 3.000 tons av svartkjafti á Seyðisfirði um páskirnar.
SVN.is skrivar:
Á föstudaginn langa kom færeyska skipið Fagraberg til Seyðisfjarðar með 3000 tonn og þegar þetta er ritað er verið að landa um 2000 tonnum úr Polar Amaroq. Gunnar Sverrisson rekstrarstjóri fiskimjölsverksmiðja Síldarvinnslunnar segir að það sé svo sannarlega gleðiefni að fiskimjölsverksmiðjan á Seyðisfirði skuli fá hráefni. ???Verksmiðjan hefur staðið í 11 mánuði og það tók smá tíma að taka hrollinn úr véladótinu en nú gengur allt orðið vel,??? sagði Gunnar. ?????að er mikilvægt fyrir fyrirtækið og samfélagið hér að hráefni skuli berast til verksmiðjunnar. Við fengum ekkert á loðnuvertíðinni, enda loðnukvótinn lítill og nánast allt sem veiddist fór til manneldisvinnslu. Nú er hinsvegar kolmunnakvótinn myndarlegur og þá fáum við hráefni til vinnslu.???
Síðustu fréttir af kolmunnamiðunum eru þær að Bjarni ??lafsson er búinn að fylla og lagður af stað til löndunar. Beitir NK er kominn með 1700 tonn og ætti að fylla í dag, en Beitir lenti í vélarbilun þegar veiðar voru að hefjast í færeysku lögsögunni og þurfti að leita til hafnar í Færeyjum til að fá viðgert.
Vinarliga broyt tínar kennifíla - og privatlívsstillingar fyri at síggja hetta innihald