2017-01-02 18:05
Í dag eru 60 ár síðan íslenski trolarin Godanes fórst á Flesjunum.
B. v. Goðanes NK 105 ferst við Færeyjar.
Í dag eru liðin 60 ár frá því að Nýsköpunartogarinn Goðanes NK 105 frá Neskaupstað strandaði á blindskerjum í minni Skálafjarðar í Færeyjum er Flesjar heita. Á nýársdag árið 1957 lagði togarinn af stað frá heimahöfn sinni, Neskaupstað og tók stefnuna á haf út. Ferðinni var heitið til Færeyja, en þangað átti að sækja 14 Færeyska sjómenn sem verið höfðu skipverjar á Goðanesi þá um veturinn. ??egar togarinn lagði frá bryggju í Neskaupstað voru rétt tvö ár liðin frá því að togarinn Egill rauði hafði lagt þaðan af stað í þá ferð, sem endaði undir Grænuhlíð, og aðeins rúmlega tíu ár frá því að Goðanes kom fyrst til heimahafnar, en það var á annan dag jóla árið 1947. Goðanes var smíðaður hjá Cook Welton & Gemmell Ltd í Beverley á Englandi árið 1947 fyrir samnefnt hlutafélag í Neskaupstað. 655 brl. 1.000 ha. 3 þennslu gufuvél. Goðanes var einn af tíu togurum sem smíðaðir voru fyrir Íslendinga í Beverley á árunum 1947-48.
Goðanes NK 105 að koma til hafnar í Neskaupstað árið 1955. (C) Björn Björnsson.
Ekki segir af ferðum Goðaness yfir hafið á leið til Færeyja. Veður var þó fremur slæmt og sjólag illt. ??egar skipið nálgaðist eyjarnar var foráttubrim við þær og farið að ganga á með dimmum éljum. Pétur Hafsteinn skipstjóri, hafði þá samband við hafnaryfirvöld í ??órshöfn og spurðist fyrir um ástandið í höfninni þar. Sökum ókyrrðar í höfninni þar, ákvað Pétur skipstjóri að leita betri hafnar, Rúnavíkur í Skálafirði, enda var skipið komið í mynni fjarðarins og styst þangað. Ekki var að sjá á sjókortum sem um borð voru, annað en að siglingaleiðin inn Skálafjörð til Rúnavíkur væri greið. Rétt áður hafði Goðanes mætt togaranum Austfirðingi við Mjóvanes á leið norður sundið, en togarinn var á heimleið eftir sölutúr til Englands. Ekki hafði Goðanes siglt lengi inn Skálafjörð er skipið tók niðri. Í fyrstu virtist það strjúkast við sker, en síðan tók það harkalega niðri og þrátt fyrir að vélin væri þá komin á fulla ferð afturábak, haggaðist togarinn ekki á skerinu.
Goðanes NK 105 á Norðfirði árið 1955. (C) Björn Björnsson.
??ungur sjór hefur verið á Skálafirði, því jafnskjótt og skipið tók niðri á grynningunum, gekk sjór stöðugt yfir það, meira og minna, enda tók skipið brátt að síga að aftan. Togarinn strandaði stundarfjórðungi fyrir klukkan 9, en árangurslausar tilraunir voru gerðar til þess að koma skipsbrotsmönnum til hjálpar, allt fram undir klukkan hálf fimm í gærmorgun, en þá tókst að skjóta björgunarlínu, sem skipsbrotsmenn náðu. ??eir voru þá allir í brúnni, og togarinn tekinn að sökkva mjög að aftan, en ólög gengu yfir hann. Hófst björgunarstarfið síðan og um klukkan 6 í gærmorgun var búið að bjarga 15 skipbrotsmönnum um borð í færeyska skipið Rok.
Er hér var komið björgunarstarfinu báðu Goðanesmenn um að björgun skipbrotsmanna yrði hraðað svo sem föng væru á. Skipið væri að því komið að liðast í sundur undir ólögunum. Báðu Goðanesmenn og um að Færeyingarnir reyndu að koma nær hinu strandaða skipi á trillubátum, sem komnir voru, og vera til taks ef með þyrfti. Var björgunarstarfinu síðan enn haldið áfram. Hálftíma síðar, eða um það bil voru 18 skipbrotsmenn komnir yfir i Rok, og því enn sex menn eftir á flakinu.
Er hér var komið björgunarstarfinu báðu Goðanesmenn um að björgun skipbrotsmanna yrði hraðað svo sem föng væru á. Skipið væri að því komið að liðast í sundur undir ólögunum. Báðu Goðanesmenn og um að Færeyingarnir reyndu að koma nær hinu strandaða skipi á trillubátum, sem komnir voru, og vera til taks ef með þyrfti. Var björgunarstarfinu síðan enn haldið áfram. Hálftíma síðar, eða um það bil voru 18 skipbrotsmenn komnir yfir i Rok, og því enn sex menn eftir á flakinu.
Goðanes NK 105 við innri bæjarbryggjuna í Neskaupstað. (C) Björn Björnsson.
Var skipið þá mjög illa farið, enda gerðist það nú með skjótum hætti, að það valt út af skerinu og sökk og fóru mennirnir allir í sjóinn. Voru nú trillubátarnir til taks. ??eim tókst að bjarga fimm þessara manna, en hinn sjötti fannst ekki. Var það Pétur Hafsteinn Sigurðsson, skipstjóri.
Voru skipbrotsmenn nú fluttir í land á Austurey, en þar er Skálafjörður, ekki í Sandey, eins og hermt var í blaðinu í gær. ??aðan voru þeir fluttir til ??órshafnar, sem er ekki löng ferð. Voru þeir þangað komnir um klukkan 10 í gærmorgun.Í ??órshöfn, þar sem fréttaritari Ríkisútvarpsins átti tal við 1. stýrimann á Goðanesi, Halldór Halldórsson, sagði Halldór m.a., að hann hafi verið meðal þeirra sex, er voru á skipsflakinu er það sökk og hann hafi séð það síðast til skipstjórans unga, Péturs Hafsteins, að hann var að hjálpa tveim skipsmönnum að komast í björgunarstólinn, en þá var það sem flakið valt út af skerinu og sökk skyndilega.
Voru skipbrotsmenn nú fluttir í land á Austurey, en þar er Skálafjörður, ekki í Sandey, eins og hermt var í blaðinu í gær. ??aðan voru þeir fluttir til ??órshafnar, sem er ekki löng ferð. Voru þeir þangað komnir um klukkan 10 í gærmorgun.Í ??órshöfn, þar sem fréttaritari Ríkisútvarpsins átti tal við 1. stýrimann á Goðanesi, Halldór Halldórsson, sagði Halldór m.a., að hann hafi verið meðal þeirra sex, er voru á skipsflakinu er það sökk og hann hafi séð það síðast til skipstjórans unga, Péturs Hafsteins, að hann var að hjálpa tveim skipsmönnum að komast í björgunarstólinn, en þá var það sem flakið valt út af skerinu og sökk skyndilega.
Skipbrotsmennirnir af Goðanesi. Myndin er tekin í ??órshöfn í Færeyjum.
Halldór Halldórsson, stýrimaður, sagði ennfremur frá þvi, að vegna þess hve togarinn kastaðist mikið til á blindskerinu er ólögin komu á skipið, hafi skipsmönnum mistekizt að koma öðrum björgunarbátnúm út. Var hann á hvolfi, er hann kom í sjóinn. Í hinum brotnaði botninn, er hann var kominn niður. Einnig skýrði hann frá því, að þeim hafi tekizt að losa stóran björgunarfleka, sem var aftan á skipinu og hafi hann verið bundinn við afturenda skipsins. En svo hafi skipið sigið skyndilega svo mikið niður að aftan, að skipstjórinn hafi gefið þeim mönnum er þar voru skipun um að yfirgefa bátapallinn í skyndi. Varð þá flekanum ekki náð. Fóru skipbrotsmenn þá allir inn í brúna og voru þar unz yfir lauk og Goðanes sökk. Ekki var neinn gúmmíbjörgunarbátur á togaranum. Fréttaritari Mbl. í Neskaupstað sagði í gær, að fregnin hefði borizt bæjarbúum árdegis í gær og hefðu þá fánar víða verið dregnir í hálfa stöng í bænum.
Hinn ungi skipstjóri, Pétur Hafsteinn, átti heima þar í bænum. Hann var sonur Sigurðar Bjarnasonar og konu hans Guðlaugar Jónsdóttur, sem bæði eru komin á efri ár. Einnig lætur hann eftir sig unnustu sína, Elísabetu Kristinsdóttur, sem einnig er Norðfirðingur, og áttu þau eitt barn á öðru ári, sem skírt var á jólunum.
Hinn ungi skipstjóri, Pétur Hafsteinn, átti heima þar í bænum. Hann var sonur Sigurðar Bjarnasonar og konu hans Guðlaugar Jónsdóttur, sem bæði eru komin á efri ár. Einnig lætur hann eftir sig unnustu sína, Elísabetu Kristinsdóttur, sem einnig er Norðfirðingur, og áttu þau eitt barn á öðru ári, sem skírt var á jólunum.
Pétur Hafsteinn Sigurðsson skipstjóri. Ljósmyndari óþekktur.
Pétur Hafsteinn var stýrimaður á Agli rauða, er hann fórst undir Grænuhlíð í fyrravetur. Pétur Hafsteinn var undir venjulegum kringumstæðum 1. stýrimaður á Goðanesi, en skipstjórinn, ??lafur Aðalbjörnsson, var nú í jólafríi. Var Pétur Hafsteinn mjög dugandi skipstjórnarmaður. Einmitt um þessar mundir var hann að láta byggja fyrir sig og tengdaföður sinn, Kristinn Marteinsson, 60 tonna vélbát og mun Pétur Hafsteinn hafa ætlað að vera skipstjóri á bátnum. Hann var aðeins 24 ára að aldri. Er sár harmur kveðinn að fjölskylduliði hans. Togarinn Goðanes var, eins og kunnug; er, einn nýsköpunartogaranna. Fyrir Neskaupstað er skiljanlega mikill skaði að því að hafa nú misst báða togara sína á um það bil einu ári.
Skipstjórinn á Færeyska skipinu, Vesturhavið Blíða, Jakob Andreas Vang sagði frá því stuttu síðar að skerin sem Goðanes strandaði á og hétu Flesjar, væru einu skerin í öllum firðinum og væru þau nokkuð úr siglingaleið. Sagði hann þau ekki koma fram í ratsjá nema í logni, og því engin von til þess að þau sæjust þannig kvöldið sem Goðanes strandaði. Kom þessi vitneskja heim og saman við það sem upplýstist í sjóréttarhöldum yfir þeim sem björguðust, en þau voru haldin í Neskaupstað, strax og skipbrotsmennirnir komu þangað.
Heimildir; Morgunblaðið. 4 janúar 1957.
??rautgóðir á raunastund. V bindi.
Skipstjórinn á Færeyska skipinu, Vesturhavið Blíða, Jakob Andreas Vang sagði frá því stuttu síðar að skerin sem Goðanes strandaði á og hétu Flesjar, væru einu skerin í öllum firðinum og væru þau nokkuð úr siglingaleið. Sagði hann þau ekki koma fram í ratsjá nema í logni, og því engin von til þess að þau sæjust þannig kvöldið sem Goðanes strandaði. Kom þessi vitneskja heim og saman við það sem upplýstist í sjóréttarhöldum yfir þeim sem björguðust, en þau voru haldin í Neskaupstað, strax og skipbrotsmennirnir komu þangað.
Heimildir; Morgunblaðið. 4 janúar 1957.
??rautgóðir á raunastund. V bindi.
Togarinn Goðanes ferst við Færeyjar
Skipstjórinn, Pétur Hafsteinn Sigurðsson, drukknaði
Í annað sinn á tæpum tveim árum, er Neskaupstaður harmi lostinn bær vegna stórslysa. Í janúar í hitteðfyrra fórst annar togari bæjarins, og nú hefur sú ógæfa dunið yfir, að hinn togarinn hefur farizt líka og með honum ungur efnismaður. Norðfirðingar eiga allir um sárt að binda vegna þessara stórslysa, en þó engir sem þeir, er misst hafa ástvini sína í þessum slysum.
Klukkan um 5 á nýársdag lagði togarinn Goðanes úr höfn hér í Neskaupstað og var förinni heitið til Færeyja í þeim erindagerðum að sækja sjómenn. Með skipinu voru 24 menn, þar af 7 færeyskir sjómenn. Fyrsti stýrimaður skipsins, Pétur Hafsteinn Sigurðsson, var skipstjóri í þessari hinstu ferð þess. Um kl. 9 í fyrrakvöld strandaði Goðanes í minni Skálafjarðar. Veðri var svo háttað, að stinningskaldi var á, mikill sjór og dimmviðri. ??egar voru send út neyðarskeyti og komu mörg skip á strandstaðinn, þar á meðal togarinn Austfirðingur. Ekki verður björgunin rakin hér í einstökum atriðum, en snemma í gærmorgun hafði tekizt að ná 18 mönnum í björgunarstóli um borð í færeyska skútu. Var þá skipið mjög tekið að liðast og sýnilegt að það mundi sökkva innan skamms. Bað þá loftskeytamaðurinn, að reynt yrði að senda litla báta sem næst flakinu. Um klukkan hálfsjö í gærmorgun brotnaði svo skipið og sökk, en trillubátar, sem sendir höfðu verið á vettvang, björguðu 5 mönnum, en skipstjórinn, Pétur Hafsteinn Sigurðsson, fórst með skipinu. Hafði hann til hinztu stundar unnið að því að hjálpa félögum sínum í björgunarstólinn. Skipbrotsmennirnir munu koma heim með Austfirðingi væntanlega í kvöld eða nótt. Pétur Sigurðsson var aðeins 24 ára þegar hann fórst. Hann fæddist hér í bænum 10. maí 1932 og voru foreldrar hans hjónin Guðlaug Jónsdóttir og Sigurður Bjarnason. Pétur var heitbundinn Elísabetu Kristinsdóttur og áttu þau einn son, Kristinn, tæplega misserisgamlan. Bróður átti Pétur einn, Birgi, sem lengi hefur verið stýrimaður á Goðanesi, en er nú ráðinn stýrimaður á nýja togarann. Er þessum ástvinum Péturs hinn sárasti harmur kveðinn við hið sviplega og óvænta fráfall hans. Flytur Austurland þeim öllum og öðrum nánustu ættingjum og venzlamönnum Péturs innilegustu samúðarkveðjur, og þykist þar mæla fyrir munn allra bæjarbúa. Allt frá því Pétur var kornungur lagði hann stund á sjó. Hann var 2. stýrimaður á Agli rauða þegar hann fórst. Annar maður, sem í skipreikanum lenti, Axel ??skarsson, loftskeytamaður, var einnig á Agli rauða. ??ó ekki séu glöggar fréttir fyrir hendi af björgunarstarfinu og aðstöðu til björgunar, verður ekki annað séð, en að Færeyingar og aðrir, sem að hafa unnið, hafi unnið mikið björgunarafrek, sambærilegt við ýms glæsilegustu björgunarafrek hér við land. Sjópróf vegna þessa hörmulega slyss munu fara fram hér í bæ og hefjast líklega á morgun.Austurland. 4 janúar 1957.Skipbrotsmennirnir af Goðanesi komnir til NeskaupstaðarÍ gærkvöldi kl. 5,30 kom togarinn Austfirðingur með skipsbrotsmennina af togaranum Goðanesi, sem fórst við Færeyjar. Allir skipsbrotsmennirnir voru við góða heilsu. Reynt var í gærkvöldi að hafa samband við skipsbrotsmenn og fá hjá þeim upplýsingar um nánari tildrög slyssins og nánari frásögn af björguninni, en þeir vörðust allra frétta. Sjópróf munu hefjast í málinu þar eystra í dag. Togarinn Austfirðingur hélt þegar úr höfn og beint á veiðar og verður skýrsla tekin af honum seinna er hann kemur í höfn næst.
Klukkan um 5 á nýársdag lagði togarinn Goðanes úr höfn hér í Neskaupstað og var förinni heitið til Færeyja í þeim erindagerðum að sækja sjómenn. Með skipinu voru 24 menn, þar af 7 færeyskir sjómenn. Fyrsti stýrimaður skipsins, Pétur Hafsteinn Sigurðsson, var skipstjóri í þessari hinstu ferð þess. Um kl. 9 í fyrrakvöld strandaði Goðanes í minni Skálafjarðar. Veðri var svo háttað, að stinningskaldi var á, mikill sjór og dimmviðri. ??egar voru send út neyðarskeyti og komu mörg skip á strandstaðinn, þar á meðal togarinn Austfirðingur. Ekki verður björgunin rakin hér í einstökum atriðum, en snemma í gærmorgun hafði tekizt að ná 18 mönnum í björgunarstóli um borð í færeyska skútu. Var þá skipið mjög tekið að liðast og sýnilegt að það mundi sökkva innan skamms. Bað þá loftskeytamaðurinn, að reynt yrði að senda litla báta sem næst flakinu. Um klukkan hálfsjö í gærmorgun brotnaði svo skipið og sökk, en trillubátar, sem sendir höfðu verið á vettvang, björguðu 5 mönnum, en skipstjórinn, Pétur Hafsteinn Sigurðsson, fórst með skipinu. Hafði hann til hinztu stundar unnið að því að hjálpa félögum sínum í björgunarstólinn. Skipbrotsmennirnir munu koma heim með Austfirðingi væntanlega í kvöld eða nótt. Pétur Sigurðsson var aðeins 24 ára þegar hann fórst. Hann fæddist hér í bænum 10. maí 1932 og voru foreldrar hans hjónin Guðlaug Jónsdóttir og Sigurður Bjarnason. Pétur var heitbundinn Elísabetu Kristinsdóttur og áttu þau einn son, Kristinn, tæplega misserisgamlan. Bróður átti Pétur einn, Birgi, sem lengi hefur verið stýrimaður á Goðanesi, en er nú ráðinn stýrimaður á nýja togarann. Er þessum ástvinum Péturs hinn sárasti harmur kveðinn við hið sviplega og óvænta fráfall hans. Flytur Austurland þeim öllum og öðrum nánustu ættingjum og venzlamönnum Péturs innilegustu samúðarkveðjur, og þykist þar mæla fyrir munn allra bæjarbúa. Allt frá því Pétur var kornungur lagði hann stund á sjó. Hann var 2. stýrimaður á Agli rauða þegar hann fórst. Annar maður, sem í skipreikanum lenti, Axel ??skarsson, loftskeytamaður, var einnig á Agli rauða. ??ó ekki séu glöggar fréttir fyrir hendi af björgunarstarfinu og aðstöðu til björgunar, verður ekki annað séð, en að Færeyingar og aðrir, sem að hafa unnið, hafi unnið mikið björgunarafrek, sambærilegt við ýms glæsilegustu björgunarafrek hér við land. Sjópróf vegna þessa hörmulega slyss munu fara fram hér í bæ og hefjast líklega á morgun.Austurland. 4 janúar 1957.Skipbrotsmennirnir af Goðanesi komnir til NeskaupstaðarÍ gærkvöldi kl. 5,30 kom togarinn Austfirðingur með skipsbrotsmennina af togaranum Goðanesi, sem fórst við Færeyjar. Allir skipsbrotsmennirnir voru við góða heilsu. Reynt var í gærkvöldi að hafa samband við skipsbrotsmenn og fá hjá þeim upplýsingar um nánari tildrög slyssins og nánari frásögn af björguninni, en þeir vörðust allra frétta. Sjópróf munu hefjast í málinu þar eystra í dag. Togarinn Austfirðingur hélt þegar úr höfn og beint á veiðar og verður skýrsla tekin af honum seinna er hann kemur í höfn næst.
Morgunblaðið. 5 janúar 1957.
Tað skrivar þórhallur Sofusson Gjógvará á Facebook - pápi þórhallur t.v.s. Sofus Gjógvará var føroyingur.
Vinarliga broyt tínar kennifíla - og privatlívsstillingar fyri at síggja hetta innihald